laugardagur, júní 17, 2006

Heimskar rollur og Ulfhundurinn!


Kindur eru heimskar - líklega heimskustu dýr á Íslandi. Þá er ég að tala um þegar þær "þurfa" að fara yfir veginn, rétt áður en að bíllinn kemur, liggja Á veginum, hlaupa "eftir" veginum þegar flautað er á þær og svo þetta óþolandi jarm þegar maður á síst von á því. Lömbin eru falleg - en þau stækka og verða að ljótum, heimskum rollum. Ég hef heitið mér og öðrum að auka verulega lambakjötsát á þessu ári og öll næstu ár........ Og af hverju er ég svona reið út í rollurnar - jú - þær eru búnar að "fatta" að grasið er grænna - hinu megin við girðinguna og með einhverri óskiljanlegri heppni komist inn á afgirt svæðið hjá okkur, étið blóm hjá nágrönnunum og brotið tré úr hekkinu sem ég er búin að hlúa að og dútla við í 2 ár! Helv. rollur.......

Svo er það "Úlfhundurinn" - Prins, hunda fallegastur og hugrakkastur...... eða svo hélt ég. Hann verður rosalega ábyggilegur þegar hann sér rollurnar út um bílgluggann. Ég er svo nokkrum sinnum búin að fara með hann í göngutúr - til að reka helv. rollurnar út af svæðinu - og svei mér þá ef ég sé ekki (vonandi) úlfhundinn gægjast út um augun á Prins - ja... eða ekki. Honum er auðvitað ekkert vel við þessi kvikindi - en hann lætur þær alveg eiga sig.

Það er ég samt viss um - að þegar Prins liggur hér á "hermannadýnunni" sinni - þá dreymir hann sjálfan sig reka allar rollur í heiminum út úr öllum görðum. Hann er "ofurhundurinn" sem bjargar trjánum hennar mömmu sinnar.......... eða hvað sýnist ykkur??

fimmtudagur, júní 15, 2006

Kaupstaðarferðir.......

við hjónin fórum í kaupstaðarferð í dag. Ná í hitt og þetta sem vantaði bæði til andlegrar og líkamlegrar næringar. Það er gaman að fara í kaupstaðinn. Við hittum allskonar fólk t.d. eina frænku, einn frænda og líka virkt fólk, óvirkt fólk og einn ofvirkan líka.
Ég var að velta fyrir mér þegar talað er um að maður sé manns gaman. Það fer ekkert á milli mála. Við þurfum að hitta annað fólk, sýna okkur og sjá aðra (eins og mamma sagði alltaf). Heyra fréttir af frændfólki og hvað hefur drifið á daga fólksins í kringum okkur. Ef ekki - þá á maður á hættu að verða "sjálfhverfur". Það vil ég ekki. Ætla að æfa mig í að vera ekki sjálfhverf.

Svo þegar ég er búin að því - þá ætla ég að taka upp strangar æfingar í auðmýkt.

Ekki veitir af................

laugardagur, júní 10, 2006

Veðrið i Skorradalnum........



er ótrúlega óhugnarlegt og stórbrotið stundum.
Ég er búin að vera að fylgjast með þokunni koma inn dalinn og fela bústaðina - hinu megin við vatnið.
Stundum finnst mér ég vera í einhverskonar ævintýralandi.

laugardagur, júní 03, 2006

Að horfa a vorið koma.......



ég er búin að vera í Skorradalnum í viku og hef verið að fylgjast með vorinu koma. Það eru auðvitað ótrúleg forréttindi að geta verið vitni að svona undri. Skógurinn grænkar með hverjum deginum og lyktin er einstök. Rigning, rok, sól og logn - stundum allt sama daginn.
Prins er búinn að njóta þess að fá að fara í "skógarferðir". En núna er komin Hvítasunnuhelgi, fólk farið að mæta á svæðið - og þá fer hann bara með okkur - í bandi. Hann á það nefnilega til að finna sér einhvern sem er t.d. að grilla - og setjast þar að...... hann gerir næstum allt - fyrir mat! Svo er hann nokkurskonar "Cable guy" í bústaðnum hér fyrir neðan - það býr nefnilega tík þar, Prins er skotin í henni - en hún ekki í honum.........

Ég ætla að vera hér í einhvern tíma í viðbót - njóta þess að vera hér með mínum - og Prins. Heilsan batnar með hverjum deginum og ég finn það........ sem er batamerki.

Það væri hægt að markaðssetja þetta svæði fyrir fólk með minn sjúkdóm! Hugmynd.........