laugardagur, apríl 29, 2006

Þingholl - stresslosandi!

Jæja - komin í Skorradalinn - búin að upplifa allar tegundir af veðri. Rigning, rok, sólskin og allt nema snjókoma. Ég vaknaði í nótt (ekki alveg viss hvar ég var) og hressist verulega yfir því hvað það ringdi mikið á Florida..... svoldið rugluð. Við Prins fórum í göngutúr í rigningunni og rokinu - bæði hress með veðrið. Það er ótrúlegt hvað stressið lekur af mér hérna í sveitinni. Næ alveg að losa úr streitu-skúffunni!!
Er búin að vera að hafa samband við vini og vandamenn, heyra í sponsíum og er byrjuð að láta mér hlakka til að fara á fund á miðvikudaginn!

Áfram Ísland!!

þriðjudagur, apríl 25, 2006

Einn fyrir Moniku........

Vegna tilkomu vorsins og sumarsins á íslandi, bað Monika vinkona mín - og systir í Kristi - mig um að endurvekja gamla færslu. Þessi færsla á við á hverju ári - sökum veðurfars á Íslandi. Færslan á ekki við í Florida - þar sem veðrið er yfirleitt svona: Sól, sól, sól og svo meiri sól. En hér er færslan:

Var að velta fyrir mér hvort "skammdegisskórnir" mínir viti af því að það fer að koma að kompuferð - fyrir þá. Bráðum er orðið of bjart til þess að þeir geti verið ofan jarðar.
Þeir þola nefnilega ekki dagsbirtu - krumpast allir og kveljast!
Gott á þá - hverjum er ekki sama.
Það er að koma vor og þá fer ég í "hina" skóna.
Vei vei vei!!

sunnudagur, apríl 23, 2006

Endalaus heppni.......

Ég var að hugsa áðan hvað ég er heppin í lífinu.
Mér hefur auðvitað verið úthlutað mínum skammti af veseni og vandræðum en ég held að ég hafi svona næstum komist klakklaust í gegnum allt. Ég þakka fyrir það! Og það góða við vesen og vandræði - er að maður lærir og lærir.

Ég vil líka þakka fyrir vini mína - vá - ég er endalaust heppin þar - ég á svo góða vini.
Vini sem eru alltaf þarna - í góðu og slæmu. Maður finnur alveg hverjir þeir eru - þegar maður tekur utan um þá!

Ég á líka vinkonu sem er algjör snilld - miðað við aldur, menntun og fyrri störf - þá er hún
snillingur - og ég er endalaust heppin að eiga hana.

föstudagur, apríl 21, 2006

Við eigum svo falleg börn.....



falleg og skemmtileg. Þau komu 7 stk. þ.e. Guðrún Inga, Óli (tengdasonur) Óli Grétar (barnabarnið), Pétur Ben, Gréta Karen, Eva og Karen.
Við erum búin að fara víða. Í Wet and Wild, Sea World, á ströndina í Clearwater og fleira og fleira....... Það er búið að versla, sóla sig, versla meira, borða góðan mat, sóla sig aðeins meira og borða aðeins meira!!!
Við keyrðum þau áðan út á flugvöll og ég slapp við að gráta á flugvellinum - en skældi aðeins á leiðinni heim.......
Það sem maður getur saknað þeirra - þó þau séu varla farin!

En svo voru 2 eftir heima: Hjördís Perla - sem kemur til okkar í júní - og Kristján Ólafur - sem kemur vonandi sem fyrst!

Ég velti því stundum fyrir mér - hvað við erum heppin - að eiga öll þessi börn, hvert öðru fallegra og skemmtilegra!

Þvílíkur fjársjóður!

laugardagur, apríl 08, 2006

Ég sakna þess að hlægja...... mikið!

Ég var að velta fyrir mér hvers ég saknaði mest frá Íslandi. Auðvitað sakna ég barnanna mest, fjölskyldunnar, vinanna og svoleiðis - en svo gerði ég mér grein fyrir hvað það var sem ég virkilega sakna, það er hláturinn.
Þeir sem þekkja mig og mína - vita að við gerum mikið af því að hlægja - hátt og lengi - af hlutum sem öðrum finnst kannst ekkert sérstaklega fyndið. Ég sakna þess að hlægja með Hjördísi systur, Guðnýju Helgu, frænkunum öllum og vinum mínum upp til hópa. T.d. sakna ég þess að vera ekki heima - núna þegar Guðný fær "ljótu gjöfina" - ég vona að mamma hennar fatti það að hún er ekki send til hennar, þó ég hafi skrifað hennar nafn á pakkann. Ég vissi bara (frá Guðný) að þau (foreldrarnir) væru búin að taka hana af dyrabjöllunni, póstkassanum - og í raun reynt að afmá öll merki um hana!
En gjöfin er ætluð Guðný - engum öðrum - og ég vildi gjarna vera á svæðinu þegar hún opnar hana. Við erum að tala um "ljótu gjöf" sem á eftir að lifa lengi - og jafnvel slá öll met!

Það er sagt að hláturinn lengi lífið - og ég ætla að lifa mjög lengi!

Allir sem eru til í að hlægja eru velkomnir í heimsókn.

miðvikudagur, apríl 05, 2006

Hvar er He-Man þegar maður þarf a honum að halda?

Núna eru til dæmis 2 svartir snákar inni í "sundlaugar-screeninu" hjá mér. Grétar er á fundi niðri í Orlando og ég er ein heima að búa til "hernaðaráætlun" til að losa þá við mig - og mig við þá!

Búin að flétta þeim upp á Netinu og þeir eru ekki eitraðir - sem betur fer.

Það var opið inn í screenið - þar sem ég var að vökva blómin með garðslöngunni (sem þeir hafa líklega haldið að væri mamma þeirra) og elt hana inn.....???!!!

En He-Man kemur bráðum og reddar öllu.

þriðjudagur, apríl 04, 2006

Land litillar rigningar og mikillar solar......

Auðvitað hlaut að koma að því - ég upplifi skort á rigningu. Verandi íslendingur í húð og hár - hljómar þetta skringilega. En svona er þetta - núna er hitinn að aukast og það hefur ekki ringt hér - tja... bara ca. 2 klst. síðan í lok janúar.
Það er ekki mikil rigning!

Við erum farin að spara vatnið - það kostar AÐEINS meira hér en heima og svo megum við bara vökva 2svar í viku. Það er misjafnt mannanna böl!