fimmtudagur, desember 16, 2004

Að "fríka út" í desember.........

Hafið þið tekið eftir hvernig ljúfasta, geðbesta og greindasta fólk, getur gjörsamlega misst stjórn á sér í desembermánuðum. Þetta er skemmtilega "stúdía" - mjög skemmtileg. Alla vega fyrir þau okkar sem lendum ekki í þessu stjórnleysi. En fyrir "stjórnleysingjana" er þetta alveg örugglega alls ekkert skemmtilegt.
Ég á systur (bestu systur sem nokkur getur óskað sér) og þessi elska er svo "sýkt" af svokölluðu jólastressi að það hálfa væri nóg. Hún veit af þessu og gerir allt sem hún getur til að halda "sjúkdómseinkennum" í lágmarki. En hún má t.d. ekki: hlusta á útvarp (Bylgjan, Létt, Mix) og þannig stöðvar - sem öskra á hana að hún megi alls ekki "GLEYMA AÐ KAUPA JÓLAHANGIKJÖTIÐ"
Við getum hlegið að þessu - svona inn á milli - og erum búnar að komast að þeirri niðurstöðu að best er að kaupa, sjóða og borða helv..... hangikjötið í september.................. og þar hafið þið það!

Elsku ........., þú mátt eiga frí í dag, þinn Guð!

Þetta er eitthvað það besta sem ég hef heyrt í langan tíma. Góð kona sagði mér að hún væri með þetta skrifað á miða í veskinu sínu. Ég gerði slíkt hið sama - og þvílík gæfa. Nú þarf ég ekki að hafa áhyggjur af öllu. Raunir heimsins eru ekki á mínum herðum og ég er ekki ábyrg fyrir lífi annara. Þar sem Guð er almáttugur - þá lofa ég að reyna ekki að taka af honum vinnuna hans. Hann er fullfær um að sjá um okkur - lömbin hans!

Go God!!!!

föstudagur, desember 03, 2004

Átt þú vini?

Það er svolítið skrítið að velta því fyrir sér - hvort maður eigi vini. Alla vega hef ég verið að því síðastliðna daga og hef auðvitað komist að ótrúlega "greindarlegri" niðurstöðu. Ég hef komist að því að alvöru vinir eru bara þeir sem eru vinir í gegnum þykkt og þunnt. Hitt eru kunningjar og eru samt sem áður ómissandi sem slíkir. En ef maður gengur í gegnum erfiðleika - þá eru það VINIRNIR sem eru til staðar - kunningjarnir eru uppteknir. Það er eins og þeir vilji ekki taka þátt í erfiðleikunum - bara gleðinni - kannski er bara svona mikið að gera - og ekki ætla ég að dæma þá sem verri manneskjur en þeir eru bara ekki vinir..... Gott að vita..........

fimmtudagur, desember 02, 2004

Það er kallt í Svíþjóð

Aldrei aftur skal ég kvarta yfir veðrinu á Íslandi. Hafið þið verið í 16° C frosti, raka og roki. Mæli ekki með því. Það frýs í nefinu á manni þegar maður kemur út á morgnanna.
En samt var frábært - ég keypti mér bara "skammdegisskó" en það eru skór sem þola EKKI dagsbirtu! Svona skóm er "lagt" á vorin........ Svo klæddi ég mig vel - við erum bara að tala um að labba á milli húsa - það er ekki eins og ég hafi verið í fjallgöngum.
En ég hélt 3 fyrirlestra, hvern öðrum betri og leið vel með þetta allt saman.
Svo gat ég athugað hvort Mastercard kort virkar í Svíþjóð - og viti menn - það gekk bara nokkuð vel.

Að standa með sjálfum sér.......

Rosalega var ég stolt af sjálfri mér í gær. Ég tók mig til og stóð kyrfilega með sjálfi mér gagnvart manneskju sem hefur vaðið yfir fólk, á skítugum skónum - í langan tíma. Og mér leið svo vel á eftir - frábær tilfinning. Viðkomandi hefur haft það fyrir sið (þetta er auðvitað ekki satt, manneskjan er auðvitað mjög veikur - meðvirkur einstaklingur) að tala illa um fólk, ljúga og hagræða hlutum og heldur svo að enginn taki eftir því.
En í gær var mér nóg boðið þegar viðkomandi reyndi enn og aftur að "selja mér sannleika" sem bæði ég og aðrir vita er tómt bull.
Kannski segir þetta meira um mig - og minn bata í meðvirkninni - ég mæli með því að standa með sjálfum sér.