þriðjudagur, janúar 30, 2007

The Secret........


það er merkilegt (og þó kannski ekki) hvernig hlutirnir gerast í lífinu.

Ég vaknaði óvenjulega snemma á sunnudagsmorgunin - svona miðað við að ég hafði verið í Eurovision-stússi á laugardaginn og langt fram á kvöld. Mér datt í hug þennan morgun - eftir að ég hafði borðað morgunmatinn - að kíkja aðeins á Rapsody-inn minn. En þar inni eru allskonar þættir, myndir, glærur og annað sem er geymt þar.
Ég rak augun í þætti (sem ég hafði ekki tekið eftir áður) sem heita The Secret. Og þar sem ég er (sem betur fer) forvitin að eðlisfari - ákvað ég að kíkja aðeins á þetta.

Þvílíka snilldin - þarna, þennan morgun opnuðust augu mín - enn og aftur - fyrir nokkru sem að ég veit að á eftir að breyta lífi mínu algjörlega.
Þeir sem segja frá leyndarmálinu - gera það á þann máta að það er eiginlega ekki annað hægt en að hrífast með.
Leyndarmálið er einfalt og ef maður vill breytt líf og lífsviðhorf - þá er bara að lifa leyndarmálið.

Ég mæli með því að allir fái að vita Leyndarmálið!
Ég mun allavega gera þeim sem vilja - kleyft að upplýsast............

mánudagur, janúar 29, 2007

One down - two to go........


Jæja - með mikilli hjálp frá fjölskyldu, vinum, samstarfsfélögum og öðru fólki með "góðan" tónlistarsmekk er fyrsta áfanganum náð...... Við, Grétar og Kristján - og auðvitað Friðrik Ómar - viljum þakka öllum sem studdu okkur á laugardagskvöldið.

Ef tónlistarsmekkur ykkur, vinátta, starfsvettvangur eða ættarbönd - breytast ekki fram til 17. febrúar - þætti okkur vænt um að fá stuðninginn aftur........




Því eins og segir hér að ofan - on down - two to go.............

mánudagur, janúar 22, 2007

Eldur - í Eurovision............

Jæja - nú er lagið tilbúið og verður byrjað að spila það á RÚV í dag. Mikil vinna að baki hjá mér - gera texta - breyta texta - bæta við texta - endurskoða texta - laga texta - og klára svo að lokum texta............
Ég fékk auðvitað lánaða dómgreind - svona hér og þar - en þetta gekk svo að lokum. Svona er auðvitað ekki hrist fram úr erminni - og við hjónin erum ekki alltaf sammála um hvernig þetta eigi að vera - en sættumst þó alltaf - svona að lokum.......
Við Grétar og Kiddi erum tiltölulega sátt við afraksturinn og vonum það besta á laugardaginn kemur.
Vonandi kann íslenska þjóðin að meta heimilisiðnaðinn hjá okkur!

Mig langar að biðja ykkur sem kíkið hér inn að kjósa nú Eldinn á laugardaginn kemur!

miðvikudagur, janúar 10, 2007

Kuldaboli - og "slow-mo" umferð......

Nú er kallt - loksins alvöru vetur, stjörnubjart, kallt og fallegt. Það eina sem truflar mig er þetta óþolandi "marr" í snjónum. Álíka óþolandi og þegar einhver bítur í frostpinna....... það á ekki að bíta í frostpinna - sjúga.......
Það fer jafn mikið í mig og ég fæ jafn mikla gæsahúð - eins og fyrir suma að draga neglurnar eftir krítartöflu, bíta í bómull eða skrapa hníf eftir postulínsdisk. Það þoli ég - en ekki þegar bitið er í frostpinna, klakar bruddir eða þetta helv. marr í mikið frosnum snjó - gæsahúð.........
Við Prins látum okkur nú samt hafa það að fara í göngutúra - þó það frjósi í nefinu á okkur báðum ;)

Og alltaf verðum við svo hissa á snjónum - þ.e. þegar um er að ræða að keyra bíla.... ég var á meðalhraðanum 5 km.kl.st á leiðinni í vinnuna í morgun. Allir jafn hissa á því að það er hálka - Izin zat wieeerd......????

Svo er bara að vona að potturinn í Skorradal verði í 39° - næst þegar ég kem uppeftir - ef ekki þá er bara að taka fram skautana!