föstudagur, október 28, 2005

Alltaf jafn hissa..........

Ég var að velta fyrir mér hvað ég verð alltaf jafn hissa á því að það skuli koma vetur á Íslandi. Er þetta ekki ótrúleg óskhyggja í manni? Við Prins fórum í göngutúr áðan - hann hoppandi í litlum snjósköflum, með snjó ofan á nefinu og ég svona líka hissa!
En svona er þetta á Íslandi - fyrst er kallt og svo verður aðeins kaldara. Svo koma biðraðirnar á dekkjaverkstæðunum og allir jafn hissa á því líka........
En - bráðum kemur betri tíð - alla vega hjá mér. Það snjóar mjög, mjög sjaldan á Florida og það verður víst ekki á áhyggjulistanum hjá mér á næstunni. Fólk er samt að spyrja mig hvort ég sé ekki hrædd við fellibyli - ég spyr - eru þeir ekkert hræddir við mig?
Þar sem ég kem til með að búa, er lítið um fellibyli - það er helst að það komi smá rok - ekkert sem sannur íslendingur lætur trufla sig með.

Nú er bara vika í að fréttir komi frá fjarlægum löndum - og við Guð erum í góðu talsambandi þessa dagana.......

Guð er góður!

þriðjudagur, október 25, 2005

Nu er allt að gerast!

Búin að leigja íbúðina út.......
Þá er víst ekki aftur snúið - mun afhenda hana í byrjun janúar. Og þá er bara að kveðja frostið og fymbulkuldann og skella sér í sumarið (allt árið) og sólina.
Allir hlutir eru að ganga upp - eigum bara eftir að fá svör frá einum aðila.
Komin með 2 aðila sem vilja versla við okkur - og við sem erum ekki einu sinni búin að opna.

Fer að lakka táneglurnar - til að vera flott í sandölum (og ermalausum bol)