miðvikudagur, nóvember 29, 2006

Duglega Dísa.......

Ég hef tekið ákvörðun um að verða "Duglega Dísa" - byrjuð í nýrri vinnu, er byrjuð í ræktinni og fór meira að segja í Blóðbankann í morgun og lagði inn...... Hvað vill fólk hafa það betra.

Er að vanda mig í að detta ekki í meðvirkniköst - og það gengur ágætlega. Fyrir suma gæti virst eins og ég væri fúl - en það tekur bara svona á mig að vera ekki að gera "heiðarlegar" tilraunir til að breyta öðrum. Það er nefnilega svoldið síðan að ég fattaði að það gengur ekki. Fólk má bæði gera eins og það vill - og hafa sjálfstæðar skoðanir. En það er ekkert mjög langt síðan að ég lærði - að ég má það líka þ.e hafa skoðanir og gera það sem ég vil.

Stefni á bústaðinn um helgina - ég og Perlan - og auðvitað Plinsi ofurhundur.....

Sweeeet............

mánudagur, nóvember 13, 2006

Sungið i klosettbursta.........

Georg Micheal - Gudda - Disa - Viðar - Inga Dora..........ég sá allt þetta fólk í Kaupmannahöfn um helgina. Ég mun alls ekki leggja mat á hvert þeirra heillaði mig mest en eitt þeirra söng afburða best af þeim öllum!

Helgin var æðisleg - alltaf gaman að koma til Köben. Æðislegt að hitta Dísu vinkonu (eins og alltaf) - Gudda og Inga Dóra voru fyndnar, alla vega Guddan (að henni fannst sjálfri) Viðar mágur minn hefur svo sem ekkert ófríkkað og ég hlakka til að fá hann aftur til landsins.

Ég söng í "klósettbursta" - Ingu Dóru til mikillar gleði - í tíma og ótíma. Inni í verslunum og á veitingahúsum. Mér var samt bannað að taka hann með á tónleikana....... skrítið!
Klósettburstinn var hluti af "ljótugjöf" frá Guðný Helgu - og nú hefst leitin að gjöfinni - til að toppa hennar gjöf. Bíddu bara Gudda mígildi.......... Ljótugjöfin var tekin upp í viðurvist votta - eins og venjulega og gladdi aðra meira en okkur Grétar.

Plinsi var í pössun hjá Svanhildi frænku og tók að sér að vera "getnaðarvörn" - það verður ekki farið nánar út í það að svo stöddu........