mánudagur, apríl 18, 2005

Skoðun 2005

Gleymdi að segja ykkur að ég er komin með "Skoðun 2005"
Heppin týpa........

Veislan voðalega undirbúin..........

Á föstudagskvöldið veriður "veislan voðalega" haldin í Skorradalnum. Búist er við allt að 15 manns og verður mikið um mat. Þarna verða samankomnir helstu "gourmet-aðilar" bæjarins. Ég get því miður ekki gefið upp matseðilinn strax - hann á að koma á óvart.
Guðný er búin að taka til "Actionary-spilið" og ég held að Belgurinn sé byrjaður að æfa. Kannski verðum við heppin með veður og þá verður leikurinn fluttur út á sólpallinn. Ef ekki þá er nóg pláss inni.
Pant vinna..............

Gott að vera í fríi........

Ég var að velta fyrir mér hvað ég er heppin að vera í fríi. Vorið er alveg að springa út og vorlyktin er komin í loftið. Við Prins fórum í göngutúr í dag, ég að skoða trén og að fylgjast með hvernig þau eru að springa út - en Prins að pissa á þau.
Misjafnt hvað við fáum út úr göngutúrum!!

fimmtudagur, apríl 14, 2005

Svona getur þetta verið.......

Pétur fékk skotveiðileyfið um daginn, fór með félaga sínum til að skjóta "löglega". Þeir skutu nokkra máva - og eina litla lóu (óvart, vonandi) sem hafði barist á móti veðri og vindum til að komast til Íslands - til að finna sér kærasta. Tilviljunin réði því svo að hún flaug fyrir framan nefið á Pétri og vini hans.
Hugsið ykkur hvað lífið er skrítið - ekki bara hjá mannfólkinu, líka hjá lóunni.
Lóan er komin - dáin og étin.

miðvikudagur, apríl 13, 2005

Skammdegisskór - og svo aðrir skór

Var að velta fyrir mér hvort "skammdegisskórnir" mínir viti af því að það fer að koma að kompuferð - fyrir þá. Bráðum er orðið of bjart til þess að þeir geti verið ofan jarðar.
Þeir þola nefnilega ekki dagsbirtu - krumpast allir og kveljast!
Gott á þá - hverjum er ekki sama.
Það er að koma vor og þá fer ég í "hina" skóna.
Vei vei vei!!

Snilld!

Önd kemur inn á bar og spyr barþjóninn: "Áttu brauð"?
Barþjónn: "Nei".
Önd: "Áttu brauð"?
Barþjónn: "Nei".
Önd: "Áttu brauð"?
Barþjónn: "Nei við erum ekki með neitt brauð".
Önd: "Áttu brauð"?
Barþjónn: "Nei, við erum ekki með neitt fjandans brauð hér"!
Önd: "Áttu brauð"?
Barþjónn: "NEI! Eru heyrnarlaus eða hvað!? Við erum ekki með neitt
djö****** brauð hér! Ef þú spyrð mig einu sinni enn þá negli ég helv***
gogginn á þér fastan við barborðið, óþolandi fáviti"!!
Önd: "Áttu nagla"?
Barþjónn: "Nei".
Önd: "Áttu brauð"?

Gúmmíteygjur - til hvers?

Hvað gerir maður við 400 gúmmíteygjur? Ef þú ferð út í búð og það eina sem þér dettur í hug að kaupa eru 400 gúmmíteygjur - er þá ekki eitthvað að? Ég velti þessu fyrir mér í smá stund og komst svo að þeirri skemmtilegu niðurstöðu að það er allt í lagi að kaupa 400 gúmmíteygjur.........

Hið besta mál!