fimmtudagur, mars 15, 2007

Nýtt blogg!

http://jahernamig.blog.is/blog/jahernamig/

þriðjudagur, mars 13, 2007

Hvað getur maður gert?

































Eru þetta ekki fallegustu börn í heimi - okkur Grétari finnst það alla vega..................


































föstudagur, mars 09, 2007

"Sauma"-klúbbar.......

Ég er svo heppin að tilheyra tveimur "sauma"-klúbbum. Annar er eldri en elstu menn muna (og ég neita algjörlega að tjá mig um hvað við höfum hist í mörg ár) - hinn aðeins nýrri.
Við "stelpurnar" sem vorum saman í bekk í Versló, höfum hist reglulega í þessi "2" ár síðan við útskrifuðumst. Ég get alveg staðið við það - vegna þess að þegar við hittumst - þá erum við nákvæmlega eins og við vorum í Versló. Yfirleitt endar kvöldið með maga-harðsperrum af hlátursköstunum og maskarinn hefur lekið og make-up dagsins þar af leiðandi lokið keppni!
Ef einhver myndi spyrja okkur, um hvað við hefðum talað - þá væri engin okkar fær um að svara því. Það eina sem við gætum sagt er: Það var alveg rosalega gaman! Við þekkjum hvor aðra gjörsamlega og stundum þarf ekki nema eitt augnaráð til að hlátursgusurnar fari aftur af stað.

Hinn klúbburinn minn er Drekaklúbburinn. Þar eru núverandi og fyrrverandi starfskonur Stöðvar 2. Það er auðvitað stærri hópur - "liggur í hlutarins eðli" - og síðast þurftum við að setja upp einskonar "talreglu" - svo ekki væri um 4-5 klúbba að ræða - í sömu stofunni. Þarna eru líka góðar vinkonur mínar. Við ræðum um gamla fyrirtækið - bæði í nútíð, framtíð og auðvitað fortíð. Við höfum - á milli okkar - séð hjólið fundið upp - aftur og aftur - misgáfaðir yfirmenn sem hafa komið með hallarbyltingu o.sv.frv.

Eitt er þó sameiginlegt með þessum tveimur klúbbum. Ég myndi ekki vilja án þeirra vera!!

föstudagur, mars 02, 2007

Pilates - algjör snilld!



Ég hef lengi átt þann draum að æfa Pilates - í mörg, mörg ár hef ég "lofað mér" að nú skyldi ég láta verða að því að fá mér alvöru Pilates-kennara og byrja. Núna eftir áramót lét ég verða að því - keypti mér 20 einkatíma hjá henni Kollu..... og þvílíka snilldin!

Ég mæti til hennar 2svar í viku - klukkutíma í senn - og Kolla fylgir mér hvert fótmál og sér til þess að ég geri allar æfingar réttar. Stundum læt ég Kollu vita að "mér finnist hún leiðinleg" - en mér þykir samt alltaf vænt um hana - eftir tímana.

Þetta eru "lúmskar" , mjög skemmtilega og óvenjulegar æfingar. Þarna uppgötvast "nýjir" vöðvar og "gamlir" brjótast fram. Ég hef oft bent Kollu á að "undir fitunni felast gæðin"......

Ég hef alltaf verið frekar liðug - svo stirnaði ég - en nú er ég liðugri en nokkru sinnum fyrr! Sumar æfingarnar hélt ég að ég myndi aldrei geta gert - en viti menn!

Kínverskar kótelettur....... ala Sunnubraut.....

Ég tók mig til í gærkvöldi og bauð systkinum mínum í mat. Ég eldaði "kínverskar kótelettur" - eins og mamma bjó stundum til. Þær eru þannig - kóteletturnar eru úrbeinaðar og fituhreinsaðar, vafðar með beikoni og mareneraðar í sólarhring í legi sem er búinn til úr: Teryaki, Soja, Worshestersósu og fersku engifer...... síðan grillaðar í ca. 7-10 mín. Nammi, nammi.... Svo var ég með "Cremé Brulee" í eftirrétt.
Það var mjög gaman að fá mín fallegu systkin og þeirra ektamaka í mat.... Og eins og lög gera ráð fyrir (í minni fjölskyldu) þá var mikið hlegið...... Lindu mágkonu fannst hún t.d. svo fyndin að hún gat varla sagt okkur brandarann - af því hún hló svo mikið sjálf.......... Minnti mig óneitanlega á ónefnda vinkonu mína - fyrsti stafurinn byrjar á Guðný Helga - henni finnst hún líka fyndin!

Ég er að hugsa um að láta "atvinnumenn" á skyndibitastöðum - elda fyrir mig um helgina!