föstudagur, maí 26, 2006

Student Hjördis Perla........




þá er komið að því..... Hjördís Perla er að útskrifast sem stúdent frá Menntaskólanum í Kópavogi. Það sem er svo gaman við það er að ég get verið viðstödd!! Útskriftin er frá Digraneskirkju í dag og svo ætlum við að hafa veislu í salnum hjá afa í Efstaleiti kl 17.00. Á meðan Hjördís Perla var hjá okkur á Florida fékk hún að vita að hún komst inn í Háskólann í Reykjavík - og mun nema lögfræði þar næstu 4 árin........
Duglega Dísa!

sunnudagur, maí 07, 2006

Ég viðurkenni vanmatt minn.........

Ég er búin að vera hérna í Skorradalnum alla helgina og ætla að vera hér - alla vega í nótt líka. Ég er búin að hvílast vel, yfirfara síðustu mánuði og taka ákvarðanir í samræmi við heilsufar mitt.
Það er ekki alltaf auðvelt að viðurkenna vanmátt sinn - en ég get ekki annað núna. Ég er ekki nógu hraust til annars og það á ég að viðurkenna. En það er þetta þegar að "krosstrén brotna" sem er fast í hausnum á mér. Ég Á að vera svo dugleg, ég Á að geta tekist á við allt, ég Á að standa eins og klettur........ en það er ég sem segist "eiga" að vera allt þetta - enginn annar.
Núna er bara þannig komið að ég get ekki tekist á við allt sem mér finnst ég "eiga" að takast á við og þá geri ég bara eins og mér er sagt - fæ lánaða dómgreind og viðurkenni vanmátt minn........