þriðjudagur, september 20, 2005

Mikið að gera í sjoppunni!

Komið að því að tjá sig aðeins. Mikið að gera - gaman- en mikið að gera. Núna er málið að vakna snemma, vera til í daginn og halda sig við efnið. Svo er líka gott að taka smá pásu - byggja loftkastala, breyta þeim aðeins, innrétta aftur og svo framvegis. Prins heldur mér við efnið - við förum út að ganga, þefum aðeins af gróðrinum, hann í götuhæð, ég að trjánum. Elliðavatnið er fallegt á haustdögum, Bláfjöllinn vöknuðu í morgun í hvítri kápu (það er ég viss um að þau urðu hissa) og einstaka geitungur er að leita sér að heitara húsnæði. Ég er ekki tilbúin að leyfa þeim að búa hjá mér - en sem sannur dýravinur, veiði ég þá í glas og sendi þá út aftur og bendi þeim á að athuga hjá fólkinu í næsta húsi. Ég er búin að vera að semja texta fyrir mann og annan - og hef þess vegna sést á síðkvöldum í göngutúrum, með I-podinn, headsettið í eyrunum og má teljast heppin að hafa ekki lent fyrir bíl. Hvernig er það eiginlega - sér fólk ekki að ég heyri ekkert nema lögin sem ég er að semja texta við!!! Halló - ég er að gera mitt besta.

Seinna meir.............