fimmtudagur, desember 28, 2006

Þrjár litlar mýs.........

Ok - það er orðið opinbert - ég er morðingi!

Greyið litlu "Fuffurnar" allar þrjár, voru "stone-dead" þegar ég loksins fór í Skorradalinn að athuga með músagildruna. Ath. ég var búin að kaupa "góða" gildru - svona í stíl við mig - gildru sem að hægt er að sleppa músunum lifandi úr......
But no - mín mætti of seint - þær voru dauðar, þ.e. hver annari dauðari. Búnar með harðfiskinn - og hluta af hvor annari líka.

Er ekki einhver sem veitir músamorðingjum áfallahjálp????

Plííííís...........

mánudagur, desember 04, 2006

Músin sem læddist - og hvarf svo.......

Ég var send í Húsasmiðjuna í Borgarnesi á laugardaginn var. Þar átti ég að versla músagildru - til að leggja fyrir Guðfinnu "Fuffu" hagamús - sem ákvað af skiljanlegum ástæðum - að flytja í litla útihúsið við sumarbústaðinn yfir veturinn.
Við hjónin erum ekki alveg sammála - þegar mýs eru annars vegar, ég vil gefa þeim að borða - en Grétari finnst þær vera hin verstu skaðvaldar. Það er gott að vera ósammála stundum.

Ok - ég fann músagildru - sem veiðir mýs - en drepur þær ekki þ.e. - ég gat boðið Fuffu í mat og sleppt henni svo út úr "matsalnum" eftir að hún kláraði harðfiskinn....... En - málið er - annað hvort er Fuffa mjög gáfuð - eða hún fór í helgarfrí! Hún lét ekki sjá sig - hafði engan áhuga á harðfisk - og ég er frekar óhress með hana. Núna er hún orðin frekar matvönd - eða bætt gríðarlega við greindarvísitöluna......... Kemur í ljós - kannski um næstu helgi - ef ég kemst uppeftir til að athuga með hana. Ég varð nefnilega svo pirruð á henni - að ég skildi eftir "matsalinn" að vísu með næringu - og verð bara að vona að hún hafi rænu á að spara við sig matinn, alla vega þangað til að ég kemst aftur uppeftir til að "tjékka" á henni.

Prins lét þetta allt fram hjá sér fara.... Hann hitti leikfélaga - íslenskan hund - og þeir náðu að gera heiðarlegar tilraunir til ýmiskonar slagsmála og gagnkvæmrar "misnotkunar".....
En við Hjördís Perla komumst enn og aftur að því að Prins verður seint talinn mikill "varðhundur". Félaginn kom og spurði eftir honum eftir kvöldmat! En Prins svaf - og tók ekki eftir heimsókninni................. lélegt!