miðvikudagur, mars 29, 2006

Ættingjar og vinir...... og besta systir i heimi!

Það er vitað mál - að í lífinu getur maður valið sér vini, en ekki fjölskyldu. Maður fæðist inn í fjölskylduna og situr uppi með fólk, hvort sem manni líkar við það eða ekki.

Ef ég mætti velja mér systkini - þá myndi ég velja þau sem ég á núna. Ég á 2 bræður - ólíka en ótrúlega góða menn og fallega. Ég elska þá báða endalaust - og þeir eru alltaf til staðar fyrir mig - og ég verð alltaf til staðar fyrir þá.

En ég á líka eina systur - bestu systur sem nokkur, getur nokkurn tíma hugsað sér. Hún er alltaf til staðar fyrir mig - hún gerir allt fyrir mig og við eigum með okkur samkomulag - sem enginn veit um - nema við tvær.
Hún er kvenna fallegust, með ótrúlegan húmor - réttlætiskennd sem myndi duga heilu þorpi á Vesturlandi og hlátur sem hún sparar ekki. Hún er jákvæð, smekkleg (nema þegar hún er með "óþroskaðan smekk"), góð og ræktar vini sína og fjölskyldu. Hvar ég væri - ef hún væri ekki til staðar - tja.... mig langar ekki einu sinni að hugsa um það.

Bara svo það fari ekki á milli mála - Hjördís systir mín - er besta systir í heimi!!!!

Sorg i Kopavogi....

Börnin mín syrgja núna vin sinn, sem fannst látinn í gær. Það er erfitt að vera ekki hjá þeim, halda utan um þau og reyna að hjálpa þeim að skilja - það sem er í raun óskiljanlegt.
Ég fékk e-mail í gærmorgun þar sem stóð að leitað væri að Pétri Ben. - en fyrir ykkur sem ekki vitið þá heitir sonur minn Pétur Benedikt og er kallaður Pétur Ben. Þessi ungi maður hét hins vegar Pétur Benediktsson og var vinur barnanna minna. Ég man vel eftir þessum dreng - ekki síst vegna nafnsins.
Hugur barnanna minna, Hjallanna og okkar allra er hjá fjölskyldu og vinum Péturs Ben. heitins.

Megi góður Guð styrkja þau öll og vaka yfir þeim.

mánudagur, mars 27, 2006

Ferðir til og fra Florida

Jæja - nú eru börnin mín/okkar(flest en ekki öll) að koma til okkar 11. apríl. Það er mikil tilhlökkun hjá okkur að hitta þau, klípa aðeins og kyssa til óbóta........ Hin sem ekki koma núna - þau verða fyrir barðinu á okkur í lok apríl, en við ætlum að koma heim í nokkra daga 27. apríl - 8. maí.
Við leitum hér með að húsnæði á þessum tíma - ef þið vitið um einhvern sem vill vera á Florida á sama tíma - eða um einhvern sem vill leigja íbúðina sína á þessum tíma - látið okkur endilega vita.

Ef enginn vill hafa okkur - þá verðum við bara í okkar fallega húsi í Skorradalnum!!

laugardagur, mars 25, 2006

Evidence - Anita Briem....

Sáum fyrsta þátt í nýjum bandarískum spennuþætti - þar sem Aníta (dóttir Ernu og Gulla) leikur eitt að stærri hlutverkunum. Gaman að sjá hversu vel henni gengur - og hvað hún er flott leikkona.
Fyllti mig "þjóðarstolti" - þó hún léki með "breskum" hreim..........
Flott stelpa - foreldrar hennar mega svo sannarlega vera stoltir af henni!

föstudagur, mars 24, 2006

Silvia Night - endalaus snilld!!

Við vorum að horfa á Silviu Nótt - og hlusta - á ensku útgáfuna. Þvílík endalaus snilld - hún er auðvitað algjört kast og ekki eru dansherrarnir verri. Textinn alveg frábær!
Það verður gaman að fylgjast með þessu - þ.e. ef við sjáum Eurovision í Ameríku - en hver veit??

miðvikudagur, mars 22, 2006

Ingibjörg hrekkjusvin - aðdaandi nr. 1!!!

Ég viðurkenni það - ég get verið svoldið hrekkjusvín - og nú viðurkenni ég hvað ég er vond!
Góð vinkona mín sagði mér frá því að næstum fyrrverandi eiginmaður hennar væri farinn að hóta fólki úti í bæ - fyrir nokkuð sem ég gerði...
Málið er þetta: vinkona mín býr í útlöndum(eins og ég) og heldur úti bloggsíðu - (eins og ég). Hún skrifar þar sínar hugrenningar - (eins og ég) og svo getur maður "kommentað" - (eins og hjá mér). Ég (hrekkjusvínið) er búin að skrifa komment hjá henni sem aðdáandi nr. 1 - henni og vinkonum hennar til mikillar "spennu og forvitni". Mitt heimafólk veit af þessu gríni mínu, hefur fylgst með mér skrifa - og ef grannt er skoðað, þá sést að þetta getur alveg eins verið kona sem er að skrifa þessi komment, þar sem ég hef passað að gefa aldrei í skyn að "þetta" væri karlmaður.

Nú er svo komið að eiginmaðurinn (sem ég tel líka vera vin minn) er alveg að fara á taugum yfir þessum "karlmanni" og er farinn að hóta t.d. einum vini mínum.
Þá verð ég að hætta að hrekkja - og viðurkenna hvað ég get verið mikið hrekkjusvín.

Ég er samt - og verð alltaf aðdáandi hennar nr. 1...................

föstudagur, mars 17, 2006

Myndir og fleira.....


Stella frænka er að kenna mér að setja inn myndir - nú ætla ég að prófa....... Og þetta tókst svona líka vel. Þetta er mynd af Hjördísi Perlu - með "Erlu frænku svipinn" að skora!!

Hún hefur víst handboltahæfileikann frá mömmu sinni - eða svo er mér sagt.........

sunnudagur, mars 12, 2006

Slattur og trjaklippingar i 25 stiga hita.....

....ég mæli ekkert sérstaklega með því!
But "a man´s got to do what a man´s got to do..........
Minn fylgir sláttuvélinni - einhversstaðar á landareigninni - en ég held mig við það að klippa hekkið við "screenið" á sundlauginni - er sem sagt nær glasinu með klakanum og vatninu!

Við fórum í íslendingapartý í Ventura á föstudagskvöldið - þar sem meðalaldurinn var 68 ára. Við vorum kölluð "unga fólkið" og okkur leið frekar vel með það. Hittum fullt af skemmtilegu fólki og allir mjög ánægðir með framtak okkar í bakarýsmálum....... bíða allir eftir normal-brauði og snúð með glassúr!

Jæja - aftur út að klippa tré..........

miðvikudagur, mars 08, 2006

Reykt fuglahreiður!

Það var frekar kallt í gærkvöldi eða ca. 13 gráður (ekki 13 gradir eins og systir mín myndi segja) og kveikti húsbóndinn þess vegna fyrst á hitanum á neðri hæðinni og síðan kveikti hann upp í arninum. Ég bað hann að kíkja (eins og hægt er) upp í strompinn þar sem ég hafði heyrt mjög fagran fuglasöng síðastliðna morgna, söng sem mér finnst eiga upptök sín í strompinum. Minn kíkti, sá ekkert óvanalegt og kveikti þess vegna upp. Við hjónin sátum svo í okkar sófa og horfðum á Idol-iið( ameríska). Við heyrðum auðvitað ekkert frá strompinum, ekki skrítið, við vorum að hlusta á Idol í "surround" og HD tækni... (hvað sem það nú er).......
Núna í morgun - þegar ég var að borða morgunmatinn minn - heyri ég ennþá söng úr strompinum - og þar sem ég hef ekki mjög þróað tóneyra - get ég ekki fyrir nokkurn pening - sagt hvort þetta er gleðisöngur - eða sorgarsöngur.......... Ég finn samt fyrir einhverjum trega í hjarta mínu - en kannski er það bara heimþrá!!!

p.s. Það er skógardúfa á hreiðri í tré fyrir framan húsið - en Grétar fær ekki að kveikja eld nálægt því tré! Ég verð á varðbergi - eins og Smokey the Bear!

sunnudagur, mars 05, 2006

Þorrablot, hakarl og brennivin.....

Fór á Þorrablót á Melbourne-ströndinni í gærkvöldi. Mikið fjör, Helga Möller, Maggi Kjartans, VIlli Guðjóns, Helena Eyjólfs og Hemmi Gunn sem veislustjóri. Mikið hlegið og mikið borðað, þó aðallega hangikjöt og harðfiskur. Greyið fólkið sem gisti á hótelinu, lyktin af matnum "tók á móti" manni þegar gengið var inn í anddyrið á hótelinu....... Mikið hlegið af því að Konni mágur, vann 2 af happdrættisvinningunum (maðurinn í 4ra daga heimsókn)........ Þannig að nú er ég með flatkökur og reyktan lax í ískápnum, því ekki tekur Konni þetta með sér heim aftur!
Helga Möller og Siggi ætla að koma í mat á miðvikudaginn og þá fæ ég sendingu frá Hjördísi systur minni - vei vei vei.......

föstudagur, mars 03, 2006

Goður gestur!

Það var hringt hingað rétt fyrir hádegi (rétt fyrir kll. 17 á íslenskum tíma) og Hákon bróðir Grétars tilkynnti að hann væri á Keflavíkurflugvelli - á leiðinni til okkar í heimsókn.
Þvílík snilld - gaman að fá hann í heimsókn (þó hann kunni ekkert að elda)...........

fimmtudagur, mars 02, 2006

Vinsamleg tilmæli til ættingja og vina.......

Jæja, þið getið farið að undirbúa hátiðarhöldin.

Við ætlum að koma til Íslands 27. apríl og stoppa í 12 daga! Þess vegna ákvað ég að láta ykkur vita með góðum fyrirvara, svo þið gætuð verið tilbúin með skrúðgöngurnar, veislurnar og allt það.........

Ég er svo góð.............