laugardagur, september 30, 2006

100 ara afmæli og margt annað skemmtilegt........

Síminn hélt upp á 100 ára afmælið sitt í gær og hafði ég gaman að því að vera með í því að gera þetta eins skemmtilegt og raunin varð. Mikið um dýrðir - og þreyttar tær í lok kvöldsins!
Í Borgaleikhúsinu fengum við að sjá og hitta t.d. Andrew Zolli - en hann er "futureisti" sem vinnur við það að "sjá" hvað gerist hjá okkur í framtíðinni - svona miðað við aðstæður í dag og hraðann í allri tækniþróun.
Síðan kom maðurinn sem allir biðu eftir - Rudi Giuliani - fyrrverandi borgarstjóri í New York. Þvílíkur "útgeislunarbolti"! Hann sagði frá því hvaða kostum maður þarf að vera gæddur til að vera leiðtogi - og hvað maður þarf að tileinka sér - til þess að halda þeim titli. Hann byrjaði á því að spyrja hvort leiðtogar væru fæddir þannig - eða lærðu að vera það. Ég svaraði inni í mér að þeir væru "fæddir" - hann sagði að þeir lærðu það - en þyrftu auðvita að vera fæddir!!
Það var það sem ég meinti - fyrst fæðist maður - svo verður maður eitthvað.........
Hann sagði okkur frá 11. september 2001 - það sem þessi maður fór í gegnum þann dag - og næstu daga - var ótrúlegt.

Svo var farið í Laugardalshöll - og þar var hinn svokallaði "vááá-faktor" Ótrúlega flott show - flott uppsetning - og allt eins gott og hægt er að óska sér.

Eftir það - þá gáfust tásurnar mínar upp - sættu sig þó við að aðstoða mig við að bera kommóðu út í bíl - og hvíldu sig svo á leiðinni upp í Skorradal - þar sem þær eru núna með mér - og bíða eftir að fara aftur í sturtu - og svo í pottinn - ætla víst að kíkja upp úr pottinum með mér - til að skoða stjörnunar!!! Bæði ég og tásurnar - fílum stjörnurnar!

föstudagur, september 22, 2006

Steinar úr glerhúsum.......

það er gott að minna sig á þetta með að kasta steinum úr glerhúsum. Ég er búin að fylgjast með "grjótkastara" í smá tíma. Mér þykir vænt um hrekkjusvín - en þegar þau eru farin að meiða djúpum sárum - þá er kominn tími til að hætta að hrekkja.

Það lýsir okkur hrekkjusvínunum - hvernig okkur líður. Þegar ég særi aðra dýpst - þá líður mér verst. Og ef ég ´"kúka upp á bak" þá get ég ekki kennt öðrum um slæma lykt.

Það skal hafa aðgát í nærveru sála - sérstaklega ef sálirnar eru ennþá á barnsaldri - því að - barnssálir koma til með að markast af hrekkjusvíninu - alla ævi.

Við ættum því öll að viðurkenna okkar eigin líðan, okkar eigin mistök og síðast en ekki síst - hreinsa sjálf okkar eigin skít!

föstudagur, september 08, 2006

Haustið er að koma......

Fallegasti árstíminn er að koma. Litirnir sem koma með haustinu, finnast mér fallegastir af öllum. Tími til að kveikja á öllum kertunum sem ég er búin að sanka að mér: Ilmkerti - af öllum stærðum og gerðum.
Ég ætla að nota tækifærið og klára söguna mína - hún þarfnast núna bara að verða skrifuð..... Allar hugmyndir eru tilbúnar (eða að mestu leiti) og nú er bara að klára að skrifa.
Ég er svo blessunarlega stolt af systkinum mínum - þau eru frábær - og við öll til samans erum auðvitað snillingar. Ef þið trúið mér ekki - spurjið þau bara!