laugardagur, nóvember 05, 2005

Að pakka - og ekki pakka..........

Núna tekur við - mikið pakk!

Ég er búin að setja niður í heila 2 kassa - sem eiga að verða eftir hér heima. Hinu verður pakkað milli jóla og nýárs. Það er erfitt að byrja að setja niður - svona rétt fyrir jólin. Ég þarf að nota ýmislegt fyrir jólaboð og allt það en er búin að ákveða hvað fer og hvað verður hérna niðri í bílskúr.
Ætla að selja sófasettið - samt er húsið úti svo stórt að ég verð í marga mánuði að reyna að fylla það. Settist niður í gærkvöldi til að gera mér grein fyrir útliti og stærð - og hætti bara fljótlega - þetta er svoooo stórt hús!
Sé fyrir mér king-size hjónarúm - og svo 2 stólar í sjónvarpsherberginu - er það ekki bara ágætt??
Svo verð ég eins og "pokakerling" í næstu viku á leiðinni til Florida, ætla nefnilega að fara með eins mikið af "sumarfötum" og ég get - og skilja þau eftir. Býst varla við því að þurfa að nota þau hér heima í nóvember og desember..........

þriðjudagur, nóvember 01, 2005

Mannlegt eðli.......

Stundum er gott að gefa sér tíma til að rannsaka mannlegt eðli. Ég hef síðustu daga - og aðallega í gær - séð hluti sem ég hélt að væru ekki til.
Þannig er að ég var að fylgjast með fólki - sem kann ekki neitt í svokallaðri sjálfshjálp - missa sjálfsvirðinguna - á mjög áberandi hátt. Ég var, ásamt systur og mágkonum, heima hjá pabba að fylgjast með ættingjum fyrrverandi konu pabba, sækja dót (sem pabbi hafði auðvitað borgað) sem "tilheyrði" móður þeirra. Þarna kom þetta fólk - eins og hrægammar til að sækja dótið og barðist við að missa ekki af neinu. Sem betur fer, var lögfræðingur þeirra á svæðinu, til að fylgjast með að ekkert yrði tekið sem ekki tilheyrði þeim. Stoppa varð einn sem gekk um og þvældist á staði sem hann hafði ekkert að gera á. T.d. var viðkomandi kominn inn á skrifstofuna hans pabba, en var auðvitað vísað út - kurteisislega.
Það sem "toppaði" allt fyrir mér - var það að þau skildu taka rúmið hans pabba (sem hann hafði auðvitað borgað - eins og allt annað). Þeim tókst auðvitað ekki að taka þetta ferlíki í sundur - án þess að brjóta það - sem var lýsandi dæmi. Það brotnaði fleira í flutningnum. Því eins og sagt er: Illur fengur - illa forgengur..............
Ég frétti síðan - frá húsvarðarfrúnni - að þetta sjálfsvirðingarlausa fólk - ætlaði ekkert að nota rúmið, þau ætluðu alltaf að gefa það í Góða hirðinn. Var það nauðsynlegt að brjóta upp venjur hjá gömlum manni með heilarýrnun......... ég bara spyr?

Eins og ég benti lögfræðingnum á - þá tekur ekki einu sinni "skattmann" rúm af fólki - og myndi maður kalla skattinn, hrægamm....... blygðunarlaust!

Gott að vera laus við þetta pakk - og nú er ég kurteis.............